lau 20. desember 2014 19:01
Arnar Geir Halldórsson
Ítalía: Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í jafntefli
Hörður í eldlínunni. Domenico Berardi fylgist með
Hörður í eldlínunni. Domenico Berardi fylgist með
Mynd: Getty Images
Sassuolo 1 - 1 Cesena
1-0 Simone Zaza ('76 , víti)
1-1 Ze Eduardo ('90 )

Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Cesena í kvöld þegar liðið heimsótti Sassuolo. Lítið hefur gengið hjá Cesena í vetur en þetta var í fyrsta skipti í langan tíma sem Hörður fær tækifæri í byrjunarliðinu.

Ítalski landsliðsframherjinn Simone Zaza kom Sassuolo yfir með marki úr vítaspyrnu á 76.mínútu. Liðsmenn Cesena gáfust ekki upp og jafnaði Ze Eduardo metin þegar 4 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Cesena er í miklum vandræðum í næstneðsta sæti deildarinnar með 9 stig eftir 16 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner