Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. desember 2014 15:32
Arnar Geir Halldórsson
Neil Warnock ósáttur með línuvörðinn
Neil Warnock á hliðarlínunni í dag
Neil Warnock á hliðarlínunni í dag
Mynd: Getty Images
Neil Warnock, stjóri Crystal Palace, var skiljanlega ósáttur með dómarana eftir leik liðsins gegn Man City í dag en löglegt mark var dæmt af Palace í leiknum.

James McArthur skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Yannick Bolasie en þegar þarna var komið við sögu var staðan 2-0 fyrir meisturunum. McArthur var dæmdur rangstæður en þegar betur var að gáð mátti sjá Fernandinho spila hann réttstæðan.

,,Við lögðum hart að okkur á Etihad. Tveim mörkum undir og þú skorar gott mark. Ég skil ekki hvernig hágæða dómarar geta klikkað á svona atriði. Þetta var ekki einu sinni tæpt. Þetta er svívirðilegt,"

,,Línuvörðurinn verður vonsvikinn þegar hann sér þetta. Kannski hefðum við tapað 5-1, ég get ekki sagt til um það en markið hefði breytt leiknum og gert þá órólega. Við undirbjuggum okkur alla vikuna fyrir þennan leik en við getum ekkert gert í því að það var tekið af okkur mark."
sagði Warnock pirraður.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner