Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 20. desember 2014 17:40
Arnar Geir Halldórsson
Van Gaal: Mjög svekkjandi
Van Gaal ekki sáttur með uppskeru dagsins
Van Gaal ekki sáttur með uppskeru dagsins
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, var svekktur í leikslok en lærisveinar hans gerðu 1-1 jafntefli við Aston Villa í dag.

Van Gaal vonaðist eftir sjöunda sigrinum í röð en þrátt fyrir að vera einum fleiri stærstan hluta seinni hálfleiks tókst Man Utd ekki að innbyrða stigin þrjú.

,,Mjög svekkjandi. Mér fannst við gefa tvö stig frá okkur. Við byrjuðum ekki nógu vel og þessvegna tókst þeim að skora. Við héldum boltanum vel í fyrri hálfleik en gerðum ekkert við hann. Seinni hálfleikurinn var betri en samt ekki nógu góður. En svona er fótboltinn, stundum ræðuru ekki við allt." sagði van Gaal.

Aðspurður um rauða spjaldið sem Gabby Agbonlahor fékk hafði van Gaal þetta að segja.

,,Ég get ekkert sagt um rauða spjaldið. Ég hef ekki séð þetta aftur. Þegar sá tæklinguna fannst mér þetta venjuleg tækling og svo fór rauða spjaldið á loft."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner