Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   þri 20. desember 2016 16:30
Magnús Már Einarsson
Raggi Sig: Var alltaf að atast í van Persie
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Kvikmyndin „Jökullinn logar" sem fjallar um leið íslenska landsliðsins á Evrópumótið er komin á DVD. Með myndinni fylgja 120 mínútur af aukaefni.

Ragnar Sigurðsson er þar meðal annars í viðtali en hluta af því má sjá hér að ofan.

„Á móti Hollandi heima var ég að dekka Van Persie mikið og ég var alltaf að atast í honum," sagð Raggi meðal annars í viðtalinu.

„Þegar hann ætlaði að taka hlaupið þá togaði ég í treyjuna hans. Ég var að ýta í hann og klípa aðeins í hann og svona. Það er ekki oft sem ég geri þetta. Ég hef ekki lagt í vana minn að vera dirty player."

Meira um DVD diskinn - „Jökullinn logar"
„Eftir tveggja ára tökur með landsliðinu í knattspyrnu stóðum við uppi með 200-300 klst af myndefni. Eftir gríðarlega klippivinnu sem Sævar Guðmundsson og Úlfur Teitur Traustason báru hitann og þungan af stóð fyrsta útgáfa af kvikmyndinni Inside a Volcano / Jökullinn logar í fjórum og hálfri klukkustund," segir Sölvi Tryggvason, sem fylgdi strákunum í gegnum undankeppnina, á Facebook-síðu sinni.
„Til þess að allar þessar myndir, töku- og klippivinna, færu ekki algjörlega í súginn var bara einn kostur í stöðunni - en það var að koma þessu á DVD. Þar eru margar sögur sem sem einfaldlega verða að vera til, fyrir utan þá staðreynd að við erum enn að reyna að koma myndinni réttum megin við núllið."

Klippan hér að ofan er meðal þess efnis sem finna má sem aukaefni á DVD-disknum.

Sjá einnig:
Eiður Smári náði að bregða landsliðsmönnum
Elmari skipað í klippingu og á djammið
Eiður Smári: Felldi tár og hringdi í mömmu
Raggi Sig: Verð pirraður að horfa á fótbolta
Athugasemdir
banner
banner
banner