Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
   mið 20. desember 2017 16:44
Magnús Már Einarsson
Birkir Már: Hefur verið áhugi í Skandinavíu og Englandi
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Samningurinn úti var að renna út og við vildum ekki flytja á nýjan stað og róta meira í lífi barnanna," sagði Birkir Már Sævarsson eftir að hann skrifaði undir þriggja ára samning við Val í dag.

Birkir er með Vals húðflúr og hann var staðráðinn í að ganga aftur til liðs við uppeldisfélagið. „Ég hefði aldrei getað spilað á móti Val," sagði Birkir.

Möguleiki er á að Birkir fari á lán í janúar og fram á vor til að vera í sem besta formi fyrir HM í sumar.

„Það hafa verið smá þreifingar en það er ekkert opinbert. Það hefur verið smá áhugi í Skandinavíu og í Englandi en það hefur ekki komið neitt tilboð ennþá."

„Umboðsmaðurinn er að skoða hvort eitthvað sé áhugavert og við tökum því þegar þar að kemur. Ég er að koma til baka úr viðbeinsbroti og er ekki í 100% leikæfingu núna svo ég veit ekki hversu auðvelt það verður að finna eitthvað."

Birkir hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu og hann ræddi við Heimi Hallgrimsson

„Ég talaði við Heimi fyrir nokkrum mánuðum síðan og við höfum haldið sambandi síðan þá. Hann veit hvar ég stend og ég veit hvar hann stendur. Ég lít þannig á það að ég eigi eins mikinn séns á að komast í landsliðið hér og í Skandinavíu ef ég stend mig vel," sagði Birkir.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner