Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 20. desember 2017 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Clement rekinn frá Swansea (Staðfest)
Clement hefur verið látinn taka pokann sinn.
Clement hefur verið látinn taka pokann sinn.
Mynd: Getty Images
Swansea hefur rekið knattspyrnustjóra sinn, Paul Clement. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu í kvöld.

Clement tók við Swansea í janúar þegar liðið var í slæmri stöðu. Undir hans stjórn og með Gylfa Sigurðsson í aðalhlutverki endaði liðið í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Svönunum hefur ekki gengið vel á þessu tímabili, liðið hefur aðeins unnið þrjá deildarleiki af 18 og er á botninum.

Eftir tap gegn Everton á mánudagskvöld, þar sem Gylfi Sigurðsson var á skotskónum gegn sínum gömlu félögum, var stjórnarmönnum Swansea nóg boðið. Clement hefur verið látinn taka pokann sinn.

„Við gátum ekki frestað þessu lengur, við þurftum að gera breytingu," sagði Huw Jenkins, stjórnarformaður Swansea.

Clement skrifaði undir tveggja- og hálfs árs samning við Swansea í janúar en áður en hann fór til Wales hafði hann verið aðstoðarmaður Carlo Ancelotti hjá Chelsea, PSG, Real Madrid og Bayern. Hann hafði einnig stýrt Derby í stutta stund.

Swansea missti tvo af sínum bestu mönnum í sumar, Fernando Llorente og Gylfa Sigurðsson. Leikmennirnir sem komu í staðinn hafa einfaldlega ekki verið nægilega góðir.

Talið er að Swansea vilji ráða nýjan knattspyrnustjóra sem fyrst, og gæti það jafnvel gerst á morgun eða föstudag.

Tony Pulis er líklegastur í starfið hjá veðbönkum, en samkvæmt Wales Online er Swansea ekki að íhuga hann. Ryan Giggs og Ronald Koeman þykja af mörgum líklegri.



Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 34 18 6 10 67 54 +13 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
8 Chelsea 34 14 9 11 65 59 +6 51
9 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
12 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
13 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner