Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. janúar 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aston Villa kaupir fyrirliða Nott. Forest (Staðfest)
Henri Lansbury er mættur til Aston Villa.
Henri Lansbury er mættur til Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Aston Villa hefur fest kaup á fyrirliða Nottingham Forest, honum Henri Lansbury, en kaupverðið er talið vera 2,75 milljónir punda.

Þessi 26 ára gamli miðjumaður átti að renna út á samningi næsta sumar, en nú er hann búinn að skipta um lið. Hann skrifaði undir fjögurra- og hálfs ár samning við Villa.

Lansbury, sem Nott. Forest keypti frá Arsenal árið 2012, hefur skorað sex mörk í 19 leikjum á þessu tímabili og þar á meðal er jöfnunarmark gegn Aston Villa í september.

Hann hefur ekki spilað neitt síðan hann meiddist í 3-0 tapi gegn Derby County þann 11. desember síðastliðinn.

Lansbury er annar leikmaðurinn sem Steve Bruce fær til Aston Villa í janúarglugganum, eftir að Sam Johnstone kom á láni frá Man Utd. Villa hefur líka misst leikmenn eins og Rudy Gestede, sem fór til Middlesbrough, og þá hafa Aly Cissokho og Pierluigi Gollini báðir farið burt á láni.
Athugasemdir
banner
banner
banner