Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 21. janúar 2017 18:30
Kristófer Kristjánsson
Bobby Charlton: Smá vonsvikinn með að missa metið
Sir Bobby Charlton fylgist með leiknum í dag.
Sir Bobby Charlton fylgist með leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Sir Bobby Charlton hefur nú tjáð sig um markametið sem Wayne Rooney sló í dag. Rooney tryggði Manchester United 1- 1 jafntefli gegn Stoke, með marki í uppbótartíma, beint úr aukaspyrnu og varð hann markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi, fyrir vikið.

Hann viðurkennir að hann sé svekktur við að vera ekki handhafi metsins lengur en viðurkennir á sama tíma að hann sé glaður fyrir hönd Wayne Rooney.

„Það eru rúm 40 ár síðan ég skoraði 249. markið mitt fyrir Manchester United. Ég var orðinn ansi vanur því að vera markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Við höfum séð ótrúlega framherja hjá Manchester United, sem hafa skorað fullt af mörkum en Rooney var alltaf líklegastur til að bæta metið mitt. Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki segjast vera smá vonsvikinn með að missa metið en ég er á sama tíma ánægður fyrir hönd Rooney."

„Hann er búinn að vera frábær, bæði fyrir United og enska landsliðið og það er við hæfi að hann sé markahæstur, bæði fyrir landsliðið og United. Það er búið að vera æðislegt að fylgjast með honum í hverri viku síðan hann kom til félagsins. Hann er búinn að gera stuðningsmenn United glaða síðan hann kom til félagsins."

„Ég var 35 ára þegar ég hætti en Rooney er aðeins 31 árs og á nóg eftir," sagði Sir Bobby Charlton.
Athugasemdir
banner
banner