Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. janúar 2017 17:29
Kristófer Kristjánsson
Einkunnir Stoke og Manchester United: Rooney bestur
Rooney fagnar markinu í dag.
Rooney fagnar markinu í dag.
Mynd: Getty Images
Manchester United og Stoke gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Stoke komst yfir eftir 19 mínútur er Juan Mata skoraði í eigið mark. Staðan var 1-0, alveg fram í uppbótartíma en þá skoraði Wayne Rooney með fallegri aukaspyrnu og jafnaði hann metin.

Þetta var 250. mark Rooney fyrir Manchester United og er hann markahæsti leikmaður í sögu félagsins fyrir vikið. Samkvæmt einkunnargjöf Sky fengu nokkrir leikmenn beggja liða sjö af tíu mögulegum í einkunn fyrir leikinn.

Wayne Rooney er einn af þeim og fær hann að vera maður leiksins vegna metsins sem hann sló.

Einkunnir Stoke: Grant (7); Johnson (7), Shawcross (7), M. Indi (6), Pieters (7); Adam (7), Whelan (7); Shaqiri (6), Allen (7), Arnautovic (7); Crouch (6).

Varamenn: Afellay (6), Ngoy (6).

Einkunnir Manchester United: De Gea (6), Valencia (6), Jones (6), Smalling (6), Blind (6), Fellaini (5), Herrera (6), Mata (5), Pogba (6), Mkhitaryan (7), Ibrahimovic (6)

Varamenn: Lingard (6) , Rashford (6), Rooney (7)
Athugasemdir
banner
banner