lau 21. janúar 2017 19:34
Kristófer Kristjánsson
England: Mögnuð endurkoma Tottenham gegn City
Leroy Sane skoraði fyrsta mark leiksins.
Leroy Sane skoraði fyrsta mark leiksins.
Mynd: Getty Images
Manchester City 2 - 2 Tottenham
1-0 Leroy Sane ('49 )
2-0 Kevin de Bruyne ('54 )
2-1 Dele Alli ('58 )
2-2 Son Heung-Min ('77 )

Manchester City og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik dagsins í enska boltanum en leikurinn var stórskemmtilegur.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en liðin bættu upp fyrir það í þeim síðari. Leroy Sane kom City yfir í byrjun seinni hálfleiks eftir misheppnað úthlaup hjá Hugo Lloris, markmanni Tottenham og átti Sane ekki í vandræðum með að setja boltann í autt markið.

Stuttu síðar var Lloris aftur á ferðinni er hann missti fyrirgjöf Raheem Sterling ansi kjánalega úr höndum sér og Kevin de Bruyne skoraði auðveldlega.

Tottenham gafst ekki upp því Dele Alli minnkaði muninn skömmu síðar og tæpum 20 mínútum síðar var staðan orðin jöfn er Son Heung-Min skoraði en örfáum augnablikum áður komst Raheem Sterling einn í gegn en Hugo Lloris varði frá honum.

Gabriel Jesus kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik en þrátt fyrir að hann hafi verið sprækur, voru fleiri mörk ekki skoruð og var 2-2 jafntefli niðurstaðan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner