Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 21. janúar 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Fyrrum forseti Inter: Ekki verið að kaupa Messi
Messi er ekki að fara til Inter.
Messi er ekki að fara til Inter.
Mynd: Getty Images
Massimo Moratti, fyrrum forseti Inter Milan, segir ekkert til í þeim sögusögnum að Inter sé að kaupa argentíska snillinginn, Lionel Messi, frá Barcelona.

Framtíð Messi hjá Barcelona er langt frá því að vera ljós, en samningur hans rennur út eftir næsta tímabil og enn hefur ekkert heyrst af nýjum samningi.

Inter hefur verið orðað við Messi, en Moratti segir það ekki rétt eftir að hafa hitt eigendur félagsins á dögunum.

„Ég hef aldrei heyrt neitt talað um Messi," sagði Moratti við ANSA.

„Það gæti verið að þeir séu að skipuleggja stór kaup fyrir framtíðina, en þeir hafa aldrei talað um Argentínumanninn," sagði þessi fyrrum forseti Inter einnig.
Athugasemdir
banner
banner
banner