banner
   lau 21. janúar 2017 20:04
Kristófer Kristjánsson
Guardiola aftur pirraður í viðtali
Pep Guardiola klappar eftir leik.
Pep Guardiola klappar eftir leik.
Mynd: Getty Images
„Fyrsta spurningin er um dómarann? Þið eruð BBC, þið eruð með virðingu fólks. Þið ættuð að tala um fótbolta, ekki dómarann," sagði pirraður Pep Guardiola eftir 2-2 jafntefli Manchester City og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

City komst í 2-0 með mörkum frá Leroy Sane og Kevin de Bruyne en Dele Alli og Son jöfnuðu leikinn og þar við sat. Guardiola var ekki sáttur við að sitt lið nýtti ekki færin betur á meðan Tottenham skoraði úr því sem þeir sköpuðu.

„Við spiluðum vel, þetta var frammúrskarandi frammistaða en það er leiðinlegt hvernig þetta fór. Við sköpuðum fleiri færi en þeir en aftur voru ákvarðanir á móti okkur."

„Auðvitað verðum við að nýta færin og það er svekkjandi að fá svona mörg færi og ekki vinna. Everton fékk fjögur færi og skoruði fjögur mörk. Tottenham fékk tvö færi og skoraði tvö mörk. Við erum í uppnámi en við komum til baka," sagði Guardiola.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner