Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. janúar 2017 10:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Guardiola: Kannski er ég ekki nógu góður
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Man City, segir að það sé kannski þannig að hann sé ekki nægilega góður fyrir leikmenn sína, en ekki á hinn bóginn.

City hefur tapað fjórum af síðustu átta deildarleikjum sínum og liðið er núna dottið niður í fimmta sæti deildarinnar eftir 4-0 tap gegn Everton um síðustu helgi.

City-liðið leikur gegn Tottenham í stórleik helgarinnar í dag og Guardiola segir að það sé ekki víst að hann sé nægilega góður knattspyrnustjóri fyrir sitt lið.

„Ég skil ekki þessa vanvirðingu fyrir þessum stórkostlegum leikmönnum þegar fólk segir að þeir séu ekki nægilega góðir fyrir mig," sagði Guardiola við blaðamenn í gær.

„Kannski er ég ekki nægilega góður fyrir þá."
Athugasemdir
banner