Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. janúar 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Zidane kemur Ronaldo til varnar - „Gerðist við mig"
Tveir af bestu fótboltamönnum sögunnar, Ronaldo og Zidane.
Tveir af bestu fótboltamönnum sögunnar, Ronaldo og Zidane.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, hefur komið stjörnuleikmanni sínum, Cristiano Ronaldo, til varnar eftir gagnrýni sem sá portúgalski hefur fengið að undanförnu.

Ronaldo tókst ekki að skora gegn Celta Vigo í bikarnum í vikunni, en frammistaða hans í undanförnum leikjum hefur verið harðlega gagnrýnd.

Zidane hefur nú komið Ronaldo til varnar og segir að hann sé orðinn vanur því að fá mikla gangrýni á sig, þetta gerist við alla bestu leikmenn heims.

„Cristiano verður alltaf gagnrýndur: þegar hann skorar ekki, þegar hann spilar í annarri stöðu... Hann er vanur þessu. Hann er einbeittur á Malaga-leikinn og ekkert annað," sagði Zidane á blaðamannafundi í gær.

„Hann verður alltaf leikmaðurinn sem mun skipta sköpum fyrir okkur. Stundum spilar hann verr; það gerðist líka við mig. Það mikilvægasta er að halda áfram að vinna."
Athugasemdir
banner
banner