Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. janúar 2017 10:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Nýr völlur Tottenham rosalegur - Brugghús, bakarí og glergöng
Svona mun nýr heimavöllur Tottenham líta út.
Svona mun nýr heimavöllur Tottenham líta út.
Mynd: Tottenham Hotspur
Nýr heimavöllur Tottenham verður einn sá glæsilegasti, en hann er á þessari stundu í byggingu. Hann mun opna á næsta ári.

Tottenham hefur nú gefið út fleiri upplýsingar og birt myndir af nýja leikvanginum, sem mun kosta félagið um 750 milljónir punda.

Það er vel hægt að segja að þetta verði enginn venjulegur fótboltavöllur, en þarna má sjá margar nýjungar sem stuðningsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni og annars staðar hafa ekki séð áður.

Á vellinum verður lengsti bar í Bretlandi - rúmir 86 metrar - og þá verða einnig á vellinum upphituð sæti, lítið brugghús og svo bakarí.

Það er alveg ljóst að þarna er allt til alls! Til þess að bæta aðeins við listann þá verða leikmannagöngin úr gleri, þannig að það er hægt að sjá leikmenn undirbúa sig fyrir leik.

Leikvangurinn er hreint út sagt ótrúlegur, en þegar fótbolti er ekki spilaður þar, þá verða NFL-leikir og tónleikar haldnir.



Athugasemdir
banner
banner