Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. janúar 2017 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Redknapp: Arsenal hefur ekki efni á að missa Sanchez
Sanchez er besti leikmaður Arsenal.
Sanchez er besti leikmaður Arsenal.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur ekki efni á því að leyfa sínum besta manni, Alexis Sanchez, að fara eitthvert annað - þeir verða að borga og gefa honum nýjan samning. Þetta segir Jamie Redknapp, sérfræðingur hjá Sky Sports.

Viðræður við Sanchez um nýjan samning hafa gengið hægt og hefur hann þess vegna orðaður við önnur lið. Redknapp segir að Arsenal megi ekki við því að missa Sanchez.

„Hann er þeirra besti leikmaður, hann er leikmaður sem öll lið myndu vilja. Í síðustu viku, þá fékk hann gagnrýni fyrir að sýna pirring þegar honum var skipt út af, en það sýnir bara hversu mikill sigurvegari hann er, hversu mikið hann vill spila," sagði Redknapp.

„Vandamálið sem Arsenal glímir við er að hann veit hvers virði hann er - og hann hefur líklega fengið einhver risatilboð frá Kína. Hann veit það líka að það er áhugi frá öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni, sem og stærstu liðunum í Evrópu, en það er vegna þess að hann á bara 18 mánuði eftir af samningi sínum. Hann myndi komast inn í öll lið, nema Barcelona."

„Arsenal hefur ekki efni á því að missa hann. Hann er þeirra markahæsti maður, og þeirra besti maður. Ef þeir myndu láta hann fara, þá myndi það líka senda út röng skilaboð til þeirra leikmanna sem þeir eru að reyna að kaupa. Þeir vilja koma til félagsins, þar sem það er eitt það besta í heimi, en líka út af leikmönnum eins og Sanchez."

„Ef hann myndi fara frá félaginu, þá myndi það líka gefa leikmönnum eins og Mesut Özil ástæðu til þess að spyrja sig hvort félagið væri á leiðinni í rétta átt og einnig ástæðu til þess að skoða framtíð sína."

„Arsene Wenger hefur alltaf farið varlega með peninginn, en núna verður Arsenal að borga."
Athugasemdir
banner
banner
banner