Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 21. janúar 2017 23:00
Kristófer Kristjánsson
Tevez segist ekki vera á jafn háum launum og sagt var
Carlos Tevez er vinsæll í Kína.
Carlos Tevez er vinsæll í Kína.
Mynd: Getty Images
Carlos Tevez segist ekki vera á jafn háum launum hjá kínverska félaginu Shangai Shenhua og og talið var í fyrstu.

Argentínumaðurinn kom til Shangai í mánuðinum er félagið keypti hann á níu milljónir punda frá Boca Juniors.

Talið var að Tevez væri á 610.000 pundum á viku og færi launahæsti leikmaður heims.

Hann spjallaði við fréttamenn á fréttamannafundi í dag þar sem hann talaði m.a um launin sín.

„Launatölurnar sem fólk hefur verið að tala um eru mikið hærri en í raun og veru. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér í Kína. Mér hefur verið tekið mjög vel," sagði Tevez.
Athugasemdir
banner
banner
banner