lau 21. janúar 2017 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir leikmenn Man City til Kína?
Powerade
David Silva er orðaður vð peninga í Kína.
David Silva er orðaður vð peninga í Kína.
Mynd: Getty Images
Townsend gæti farið aftur til Newcastle.
Townsend gæti farið aftur til Newcastle.
Mynd: Getty Images
Dolberg er eftirsóttur.
Dolberg er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Nú fer að styttast í lok janúargluggans og því er mikið um slúður. Hér kemur slúðurpakki dagsins í boði Powerade.



Tveir miðjumenn Manchester City, þeir David SIlva (31) og Samir Nasri (29), gætu verið þeir næstu í röðinni til þess að fara í kínversku ofurdeildina. Þeirra fyrrum þjálfari, Manuel Pellegrini, vill fá þá til Hebei Fortune, en þar er hann við stjórnvölin. (Sun)

Sol Campbell, fyrrum varnarmaður Arsenal og Tottenham, telur að hann geti hjálpað John Stones (22), varnarmanni Man City, að snúa tímabilinu við hjá sér. (Daily Mail)

Marseille hefur gert nýtt 26 milljón punda tilboð í Dimitri Payet (29), miðvallarleikmann West Ham. Payet neitar að spila fyrir West Ham og vill fara. (L'Equipe)

Hinn franski Payet er að missa af 25.000 pundum í leikjabónus hjá West Ham á meðan hann neitar að spila fyrir félagið. (Telegraph)

Andre Ayew (27), kantmaður West Ham, er talinn hafa fengið malaríu á Afríkukeppninni í Gabon, en þar er hann að spila með Gana. (Daily Star)

Tianjin Quanjian, sem leikur í kínversku ofurdeildinni, vill fá Chris Wood (25), sóknarmann Leeds United, í sínar raðir eftir að hafa mistekist að landa Diego Costa (28), sóknarmanni Chelsea, á dögunum. (ESPN)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, þvertekur fyrir orð Joey Barton (34) um að hann hefði getað farið til Arsenal. Barton segist hafa átt að funda með Wenger sumarið 2011. (Daily Express)

Arsenal hefur fengið tækifæri til þess að stela hinum alsírska Rachid Ghezzal (24), sem er kantmaður og leikur með Lyon í Frakklandi, af Everton. (Sun)

Paul Pogba (23) hefur sagt við fyrrum liðsfélaga sinn hjá Man Utd, Adnan Januzaj, að hann vilji fá hann aftur á Old Trafford þegar lánsdvöl hans hjá Sunderland lýkur. (Sun)

Burnley hefur lagt fram 13 milljón punda tilboð í Robbie Brady (25), kantmann Norwich. (Lancashire Telegraph)

Watford hefur sagt við West Brom að þeir þurfi að borga meira en 17 milljónir punda ef þeir vilja sóknarmanninn Odion Ighalo (27) í sínar raðir. (Mirror)

Arsenal hefur virkt ákvæði í samningi Santi Cazorla (32) og framlengt samning hans um eitt ár. (Mirror)

Barcelona hefur áhuga á hinum efnilega miðjumanni, Mahmoud Dahoud (21), sem leikur með Borussia Monchengladbach. (Fichajes.com)

Aitor Karanka, stjóri Middlesbrough, segir kantmaðurinn Adama Traore (20) sé nægilega góður til þess að spila fyrir Chelsea, en hann verði að halda áfram að læra hjá Boro. (Times)

Andros Townsend (25), kantmaður Crystal Palace, er spenntur fyrir því að fara á láni til Newcastle, en þar spilaði hann á síðasta ári. Palace er að íhuga að fá Stewart Downing (32) frá Middlesbrough í hans stað. (Guardian)

Borussia Dortmund er tilbúið að berjast við Manchester United um Kasper Dolberg (19), efnilegan leikmann Ajax. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner