Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. janúar 2018 08:00
Gunnar Logi Gylfason
Ben Davies lærði mikið í Danmörku
Ben Davies bjó í Danmörku þegar hann var yngri
Ben Davies bjó í Danmörku þegar hann var yngri
Mynd: Getty Images
Ben Davies, varnarmaður Tottenham Hotspur, flutti með fjölskyldu sinni þegar hann var átta ára til Danmerkur og bjó í tvö ár í Viborg. Segist hann hafa lært mikið á þessum tíma.

„Í Wales er ekki hægt að senda boltann á grasvöllum á veturna og helming leikja er frestað vegna veðurs," sagði Davies um sín yngri ár í fótboltanum heima í Wales en hafði annað að segja um Danmörku.

„Í Danmörku spiluðum við fótbolta á handboltavöllum á veturna. Það snerist allt um tækni, sendingar og hreyfingar án bolta. Þú lærir mikið á þessum aldri."

Davies á einn danskan liðsfélaga í Tottenham en það er miðjumaðurinn Christian Eriksen.

Tottenham fer í heimsókn til Southampton í dag og hefst leikurinn 16:00.
Athugasemdir
banner
banner