Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. janúar 2018 17:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Albert lagði upp sigurmark PSV
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Hercales 1 - 2 PSV
0-1 Steven Bergwijn ('45)
1-1 Jeff Hardeveld ('66, víti)
1-2 Luuk de Jong ('93)

Albert Guðmundsson fékk að spila síðustu 10 mínúturnar (með uppbótartíma) eða svo þegar PSV heimsótti Hercales í hollensku úrvalsdeildinni á þessum sunnudegi.

Gera má ráð fyrir því að Albert fái fleiri tækifæri á næstunni eftir að Jurgen Locadia var seldur til Brighton á föstudag.

Albert kom inn af bekknum í dag, en þegar hann kom inn á var staðan 1-1. Albert gerði sér lítið fyrir og lagði upp sigurmark PSV á 93. mínútu fyrir Luuk de Jong. Svona á að nýta sín tækifæri!

Albert er í baráttu um að komast á HM í Rússlandi með Íslandi en hann jók möguleika sína að komast þangað eftir æfingaferðina sem landsliðið fór til Indónesíu. Þar spilaði Ísland tvo leiki gegn Indónesíu og var Albert maður leiksins í þeim báðum.

Sjá einnig:
Voru stórar dyr að opnast fyrir Albert?






Athugasemdir
banner
banner
banner