Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. janúar 2018 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver tekur við Watford? - Líklegt að það verði Spánverji
Javi Gracia.
Javi Gracia.
Mynd: Getty Images
Tilkynnt var í morgun að Marco Silva hefði verið rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri Watford.

Watford hefur ekki riðið feitum hesti í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu og hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu 11 leikjum sínum í deildinni. Að mati stjórnar Watford er það ekki boðlegt þrátt fyrir að liðið sé í tíunda sæti.

En hver verður tíundi stjóri liðsins frá 2012?

Veðbankarnir Sky Bet og Paddy Power eru sammála um hver er líklegastur í starfið; það er Spánverjinn Javi Gracia. Hann stýrði síðast Rubin Kazan í Rússlandi en hann er ekki þekktur fyrir að stoppa lengi hjá þeim félögum sem hann stýrir.

Áður en hann tók við Rubin Kazan stýrði hann Malaga og þar áður var hann hjá Osasuna og Almeria.

Hann talar góða ensku og er vel metinn á Spáni.

Einhver tók það að sér að breyta Wikipedia-síðu hans og samkvæmt henni er Watford nú þegar búið að ráða hann. Engin tilkynning hefur þó borist frá Watford og það er því ekki rétt.

Jose Lopez var efstur hjá veðbönkum áður en Gracia blandaði sér inn í umræðuna. Lopez er í augnablikinu stjóri Malaga sem hefur verið í vandræðum á þessu tímabili í spænsku úrvalsdeildinni.

Aðrir sem veðbankar telja líklega í starfið eru Paulo Fonseca, Manuel Pellegrini, Marcelo Bielsa og Roberto Mancini.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner