sun 21. janúar 2018 15:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Emil byrjaði á bekknum í jafntefli gegn nýliðum
Emil og félagar eru í áttunda sæti.
Emil og félagar eru í áttunda sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Sergej Milinkovic-Savic var á skotskónum.
Sergej Milinkovic-Savic var á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Það voru sex leikir að klárast fyrir stuttu í deild þeirra bestu á Ítalíu, Seríu A. Emil Hallfreðsson lék rúmar 20 mínútur þegar Udinese gerði jafntefli gegn nýliðum Spal.

Samir kom Udinese yfir en Sergio Floccari jafnaði fyrir nýliðana í upphafi seinni hálfleiks.

Emil kom inn á þegar 68 mínútur voru á klukkunni en honum tókst ekki að hjálpa Udinese að landa sigri.

Udinese er í áttunda sæti með 29 stig en á meðan er Spal í fallsæti, 18. sætinu með 16 stig.

Lazio komst upp í þriðja sæti með því að bursta Chievo 5-1. Miðjumaðurinn eftirsótti Sergej Milinkovic-Savic skoraði tvö af mörkum Lazio og þá var Nani líka á meðal markaskorara.

Bologna og Crotone unnu stórsigra, Fabio Quagliarella skoraði þrennu í sigri Sampdoria á Fiorentina og þá skildu lið Sassuolo og Torino jöfn í hörkuleik, en hér að neðan eru öll úrslitin.

Bologna 3 - 0 Benevento
1-0 Mattia Destro ('35 )
2-0 Sebastian De Maio ('75 )
3-0 Blerim Dzemaili ('88 )

Lazio 5 - 1 Chievo
1-0 Luis Alberto ('23 )
1-1 Manuel Pucciarelli ('25 )
2-1 Sergej Milinkovic-Savic ('31 )
3-1 Sergej Milinkovic-Savic ('68 )
4-1 Bastos ('83 )
5-1 Nani ('86 )

Verona 0 - 3 Crotone
0-1 Andrea Barberis ('3 )
0-2 Adrian Stoian ('54 )
0-3 Federico Ricci ('67 )
Rautt spjald: Bruno Zuculini, Verona ('62)

Sampdoria 3 - 1 Fiorentina
1-0 Fabio Quagliarella ('30 )
2-0 Fabio Quagliarella ('60 )
3-0 Fabio Quagliarella ('68 )
3-1 Carlos Sanchez ('80 )

Udinese 1 - 1 Spal
1-0 Samir ('11 )
1-1 Sergio Floccari ('49 )

Sassuolo 1 - 1 Torino
0-1 Joel Obi ('26 )
1-1 Domenico Berardi ('54 )

Sjá einnig:
Ítalía: Mertens tryggði Napoli sigur - Forskotið fjögur stig

Leikir kvöldsins:
17:00 Cagliari - AC Milan (Sport TV)
19:45 Inter - Roma (Sport TV)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner