Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. janúar 2018 11:11
Elvar Geir Magnússon
Ögmundur fastur á bekknum í Hollandi
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson hefur misst sæti sitt í byrjunarliði Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni.

Liðið leikur sinn fyrsta leik eftir vetrarfrí núna klukkan 11:30 en mótherjinn er Sparta frá Rotterdam.

Þetta er fimmti deildarleikur Excelsior í röð sem Theo Zwarthoed, 35 ára Hollendingur, spilar í markinu.

Ögmundur hefur verið varamarkvörður íslenska landsliðsins undanfarin ár en það er hörð barátta um að vera í þriggja manna markvarðahópi Íslands á HM í Rússlandi.

Hannes Þór Halldórsson er aðalmarkvörður en Ögmundur berst við Ingvar Jónsson og Rúnar Alex Rúnarsson um að fara með til Rússlands.

Excelsior er í tólfta sæti af átján liðum hollensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner