banner
   sun 21. janúar 2018 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skipti Sanchez og Mkhitaryan líklega tilkynnt á morgun
Sanchez verður leikmaður Manchester United.
Sanchez verður leikmaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez mun fara í læknisskoðun hjá Manchester United í dag og Henrikh Mkhitaryan mun á meðan gangast undir læknisskoðun hjá Arsenal í Lundúnum.

Þeir eru að skipta um lið, en Mkhitaryan samþykkti í gær að fara til Arsenal. Talið er að Sanchez hafi fyrir nokkru verið búinn að samþykkja að fara til Man Utd.

Sanchez var með samning við Arsenal fram á sumar en félagið ákvað að leyfa honum að fara núna í skiptum fyrir Mkhitaryan frekar en að missa hann frítt í sumar.

Um er að ræða slétt skipti á leikmönnum en hvorugt félagið borgar kaupverð með skiptunum.

Samkvæmt heimildum Sky Sports fer Sanchez í læknisskoðun á Carrington, æfingasvæði United í dag, en á svipuðum tíma mun Mkhitaryan fara í læknisskoðun hjá Arsenal.

Ekki er þó víst að félögin staðfesti félagaskiptin í dag, líklegra er að það gerist á morgun. Félögin munu birta staðfestingu á svipuðum tíma.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner