Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. janúar 2018 21:51
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Messi og Suarez með sýningu
Mynd: Getty Images
Lionel Messi og Luis Suarez settu upp sannkallaða sýningu í síðari hálfleik gegn Real Betis.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik og þurfti Thomas Vermaelen, varnarmaður Börsunga, að koma meiddur af velli rétt fyrir leikhlé.

Ivan Rakitic kom gestunum yfir eftir stoðsendingu frá Suarez og tvöfaldaði Messi forystuna fimm mínútum síðar eftir frábæran undirbúning Sergio Busquets.

Suarez bætti þriðja markinu við eftir fyrirgjöf frá Rakitic, Messi gerði fjórða og lagði fimmta og síðasta upp fyrir Suarez.

Philippe Coutinho var ekki með vegna meiðsla. Börsungar eru með ellefu stiga forystu á toppi deildarinnar eftir sigurinn.

Celta Vigo er þá komið fjórum stigum frá evrópusæti eftir sigur gegn Real Sociedad í dag. Iago Aspas skoraði úr vítaspyrnu fyrir Celta.

Real Betis 0 - 5 Barcelona
0-1 Ivan Rakitic ('59)
0-2 Lionel Messi ('64)
0-3 Luis Suarez ('69)
0-4 Lionel Messi ('80)
0-5 Luis Suarez ('89)

Real Sociedad 1 - 2 Celta Vigo
1-0 Willian Jose ('10)
1-1 Iago Aspas ('20, víti)
1-1 Willian Jose, misnotað víti ('25)
1-2 Maximiliano Gomez ('75)
Athugasemdir
banner
banner
banner