Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 21. janúar 2018 07:30
Gunnar Logi Gylfason
Tæpt ár frá síðasta útisigri
Köln vann loksins útileik
Köln vann loksins útileik
Mynd: Getty Images
Liðsmenn Kölnar unnu sinn þriðja sigur á tímabilinu, í þýsku úrvalsdeildinni, dag þegar þeir unnu 0-2 útisigur gegn Hamburg. Þar með lauk gríðarlega langri bið eftir útisigri.

Síðasti útisigur liðsins vannst þann 28.janúar í fyrra og munaði því aðeins átta dögum á því að heilt ár væri liðið frá síðasta útisigri.

Þá vannst 1-6 sigur á Darmstadt sem endaði í neðsta sæti deildarinnar.

Þrátt fyrir að hafa ekki unnið útisigur það sem eftir var leiktíðarinnar endaði liðið í 5.sæti.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner