Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. janúar 2018 09:30
Gunnar Logi Gylfason
Þurfti að sækja skóna sína um nótt
Theo Walcott
Theo Walcott
Mynd: Getty Images
Theo Walcott fór frá Arsenal, eftir tólf ára dvöl í London, og gekk til liðs við Everton á dögunum. Þegar hann tók eigur sínar þurfti hann að koma við á æfingasvæði Arsenal í skjóli nætur svo enginn sæi hann.

„Ég þurfti að fara þangað um nótt, það var mjög hljóðlátt. Það voru bara nokkrir öryggisverðir á svæðinu," sagði nýi liðsfélagi Gylfa Sigurðssonar.

„ Ég hafði bara ruslapoka til að setja skóna mína í. Ég hafði ekki óskað mér að hafa farið á þennan hátt, en vitandi að þetta var ekki enn opinbert og enginn vissi af félagaskiptunum, datt mér í hug að það kæmi fólki á óvart hversu hratt þetta mál þróaðist.
Svo ég þurfti að vera fljótur að ná í dótið mitt. Ég vildi ekki fara þangað um nótt til að ná í hlutina mína en svona er þetta bara,"
sagði þessi 28 ára leikmaður að lokum.

Walcott gekk til liðs við Arsenal frá Southampton árið 2006, þá aðeins 17 ára gamall og var hann gríðarlegt efni. Seinna um vorið varð hann yngsti leikmaður Englands til að spila meistaraflokksleik þá 17 ára og 75 daga gamall.

Walcott spilaði sinn fyrsta leik fyrir Everton í 1-1 jafntefli við West Brom í dag, þar sem hann lagði upp jöfnunarmark Everton.

Athugasemdir
banner
banner
banner