Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. janúar 2018 11:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Watford kennir Everton um brottrekstur Silva
Silva hefur verið leystur frá störfum.
Silva hefur verið leystur frá störfum.
Mynd: Getty Images
Tilkynnt var fyrir stuttu Marco Silva hefði verið rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri Watford.

Watford hefur ekki riðið feitum hesti í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu og hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu 11 leikjum sínum í deildinni. Að mati stjórnar Watford er það ekki boðlegt þrátt fyrir að liðið sé í tíunda sæti.

Í yfirlýsingu sem Watford sendi frá sér er Everton að stórum hluta kennt um brottreksturinn. Everton reyndi að fá Marco Silva til að taka við af Ronald Koeman sem var rekinn í október.

„Klúbburinn er sannfærður um að það hafi verið rétt að ráða Silva og ef ekki hefði verið fyrir óviðeigandi boð frá öðru liði í ensku úrvalsdeildinni eftir kröftum hans, þá hefðum við haldið áfram að blómstra undir forystu hans," segir í yfirlýsingu Watford.

„Aðalástæðan fyrir þessari ákvörðun er þetta óviðeigandi boð, sem stjórnin telur að hafi haft slæm áhrif á einbeitingu og úrslit, upp að þeim punkti að langtímaframtíð Watford var í hættu."

„Fyrir öryggi og árangur þessa knattspyrnufélags taldi stjórnin að það væri best að gera breytingu."

Watford ætlar að ráða nýjan mann í starfið eins fljótlega og hægt er.



Athugasemdir
banner
banner