banner
   þri 21. febrúar 2017 05:55
Stefnir Stefánsson
Meistaradeildin í dag - City fær Monaco í heimsókn
City mætir Monaco í kvöld
City mætir Monaco í kvöld
Mynd: Getty Images
Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld í Meistaradeild Evrópu. City mætir Monaco í Manchesterborg á meðan Bayer Leverkusen tekur á móti Atletico Madrid í hörkuleik í Þýskalandi.

Báðir leikirnir eru fyrri leikir liðanna innbyrgðis í 16 liða úrslitum keppninnar.

Atletico Madrid vann D-riðilinn og fór upp úr riðlinum ásamt Bayern Munchen. Á meðan Bayer Leverkusen lenti í öðru sæti í E-riðli en þeir enduðu á eftir Monaco sem mætir City en Frakkarnir lentu í öðru sæti C-riðils á eftir Barcelona.

City verður án fyrirliðans Vincent Kompany sem er enn á meiðslalistanum eftir að hafa meiðst á hné í nóvember. Pep Guardiola segist ætla að ákveða í dag hvort Claudio Bravo eða Willy Caballero verði í markinu,

Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport og verður síðan viðureign Atletico Madrid og Bayer Leverkusen sýnd þar í opinni dagskrá. Leikur Manchester City og Monaco verður sýndur á Stöð 2 Sport 2.

Leikir kvöldsins:
19;45 Atletico Madrid - Bayer Leverkusen (Stöð 2 Sport)
19:45 Manchester City - Monaco (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner