Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. febrúar 2017 06:00
Elvar Geir Magnússon
Oblak orðinn leikfær
Slóveninn Oblak er klár í slaginn.
Slóveninn Oblak er klár í slaginn.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn öflugi Jan Oblak hjá Atletico Madrid er orðinn leikfær á ný en rúmir tveir mánuðir eru síðan hann fór úr axlarlið.

Diego Simeone, stjóri Atletico, segist ekki viss um hvort Oblak fari beint í rammann en spænska liðið leikur í kvöld fyrri leik sinn gegn Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Miguel Angel Moya hefur varið markið hjá Atletico í fjarveru Oblak.

Þá verður spennandi að sjá hvort Kevin Gameiro eða Fernando Torres verði við hlið Antoine Griezmann í sókninni.

Gameiro skoraði þrennu gegn Sporting Gijon um liðna helgi en Torres er kominn með þrjú mörk í þessum mánuði og er með mikla reynslu úr stórleikjum.

Leikur Leverkusen og Atletico Madrid hefst 19:45 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner