Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 21. febrúar 2018 17:30
Elvar Geir Magnússon
Bailey vill þróa leik sinn í Þýskalandi
Bailey í baráttunni.
Bailey í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Leon Bailey, tvítugur sóknarleikmaður Bayer Leverkusen, vill þróa leik sinn í Þýskalandi áður en hann tekur næsta skref á ferlinum.

Bailey hefur verið orðaður við Arsenal, Liverpool og Manchester United undanfarna mánuði.

Bailey fór til Leverkusen frá Genk í Belgíu í janúar í fyrra og hefur skorað 11 mörk í 22 leikjum á þessu tímabili.

Þessi ungi leikmaður segir að það sé spurning hvenær en ekki hvort hann taki næsta skref á ferlinum en veit að það liggur ekkert á.

„Leverkusen er fullkomið fyrir mig í dag. Ég vil þróa minn leik og svo get ég tekið næsta skref. Þegar ég fer í stórt félag vil ég að fólkið þar viti hver ég er. Ég vil skapa mér mitt nafn," segir Bailey.

Leverkusen hefur fimm sinnum endað í öðru sæti í Þýskalandi og fengið gælunafnið „Neverkusen" því liðinu hefur mistekist að komast yfir línuna og unnið stóra titla.

Liðið er nú í undanúrslitum þýska bikarsins en félagið vann keppnina síðast 1993.

„Ef við komumst í bikarúrslitin þá vinnum við keppnina, ég lofa því. Þá lýkur öllu tali um Neverkusen," segir Bailey.

Sjá einnig:
Leikmaður Bayer Leverkusen gæti spilað fyrir England
Athugasemdir
banner
banner