Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. febrúar 2018 15:07
Elvar Geir Magnússon
Bellamy í viðræðum um að taka við Oxford
Bellamy gæti orðið knattspyrnustjóri Oxford.
Bellamy gæti orðið knattspyrnustjóri Oxford.
Mynd: Getty Images
Craig Bellamy, fyrrum framherji Wales og Liverpool, er í viðræðum við enska C-deildarfélagið Oxford United um að taka við liðinu.

Oxford er í 15. sæti C-deildarinnar og hefur verið í stjóraleit síðan Pep Clotet var rekinn í síðasta mánuði.

Bellamy er 38 ára og starfar nú í þjálfarateyminu hjá Cardiff City. Hann fór á fund hjá velska knattspyrnusambandinu áður en Ryan Giggs var ráðinn landsliðsþjálfari í janúar.

Ef Bellamy tekur við Oxford verður það hans fyrsta starf sem aðalstjóri.

Bellamy er í miklum metum hjá Cardiff en hjá félaginu hafa menn trú á því að hann eigi framtíðina fyrir sér sem knattspyrnustjóri. Sagt er að félagið muni ekki standa í vegi hans ef hann vill fara til Oxford.
Athugasemdir
banner
banner
banner