Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 21. febrúar 2018 21:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Hörður fékk að byrja í jafntefli
Varnarmenn Fulham voru í vandræðum með löngu innköst Harðar.
Varnarmenn Fulham voru í vandræðum með löngu innköst Harðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Bristol City er liðið gerði jafntefli gegn Fulham í Championship-deildinni í kvöld.

Hörður fór af velli á 74. mínútu en hann átti fínan leik. Varnarmenn Fulham lentu í vandræðum með löng innköst hans.

Bristol er eftir þetta jafntefli í sjötta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Fulham sem situr í fimmta sætinu.

Aron Einar Gunnarsson er enn fjarverandi vegna meiðsla en það fer vonandi að styttast í endurkomu hans. Án hans tókst Cardiff að leggja Ipswich að velli í kvöld, 1-0.

Cardiff styrkti stöðu sína í öðru sæti með sigrinum, en liðið þarf að fara upp um deild ef Aron Einar á að áfram hjá félaginu.

Annars voru tvö 2-2 jafnefli á boðstólnum í kvöld.

Bristol City 1 - 1 Fulham
0-1 Aleksandar Mitrovic ('14 )
1-1 Bobby Reid ('35 )

Derby County 2 - 2 Leeds
0-1 Pierre-Michel Lasogga ('34 )
1-1 Andreas Weimann ('45 )
1-2 Ezdzhan Alioski ('79 )
2-2 Kasey Palmer ('90 )

Ipswich Town 0 - 1 Cardiff City
0-1 Kenneth Zohore ('65 )

Wolves 2 - 2 Norwich
1-0 Diogo Jota ('13 )
2-0 Alfred N'Diaye ('25 )
2-1 Christoph Zimmermann ('27 )
2-2 Nelson Oliveira ('90)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner