Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 21. febrúar 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Conte ver Christensen eftir mistökin
Andreas Christensen
Andreas Christensen
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, kom varnarmanninum Andreas Christensen til varnar eftir 1-1 jafnteflið gegn Barcelona í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Lionel Messi jafnaði í síðari hálfleik eftir mistök hjá Christensen. Daninn átti þá þversendingu sem fór beint á Andres Iniesta og hann lagði boltann á Messi sem skoraði.

„Ég tel að frammistaðan hjá Christensen hafi verið mjög góð. Þetta var ótrúleg frammistaða. Við erum að tala um leikmann sem er einungis 21 árs hér," sagði Conte.

„Það er frábært að hann geti spilað leiki af þessum þroska. Ég er mjög ánægður með hann. Hann var einn af bestu leikmönnunum í kvöld."

„Það er mjög erfitt að taka inn leikmann eða annan út en mér fannst Christensen spila topp leik. Ég er mjög ánægður með frammistöðu hans."


Smelltu hér til að sjá úr leiknum á Brúnni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner