mið 21. febrúar 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Vrij skilur vonbrigðin - Orðaður við lið á Englandi
Stefan de Vrij.
Stefan de Vrij.
Mynd: Getty Images
Stefan de Vrij mun ekki ná samkomulagi við Lazio um nýjan samning og er á förum frá félaginu.

Þessi hollenski varnarmaður verður laus allra mála hjá Lazio í sumar, en hann getur byrjað núna að leita sér að nýju liði. Búist er við því að baráttan um þjónustu hans verði hörð.

„Því miður náðum við ekki að komast að samkomulagi og eru ástæðurnar fyrir því margar," skrifaði De Vrij á Facebook.

„Ég skil vonbrigði stuðningsmanna Lazio vel og það er erfitt fyrir mig að fara á þennan hátt. Þrátt fyrir að ég sé mjög ánægður hér, þá þurfum við stundum að stíga út fyrir þægindarammann til að ná markmiðunum sem við viljum ná."

„Ég verð ævinlega þakklátur Lazio og stuðningsmönnum fyrir að vera til staðar fyrir mig, fyrir traustið og tækifærin sem ég hef fengið. Ég mun gera mitt allra besta, alveg til enda."

De Vrij hefur verið hjá Lazio frá árinu 2014.

Hann hefur verið orðaður við Inter, en líka lið í ensku úrvalsdeildinni eins og Arsenal, Liverpool og Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner