Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 21. febrúar 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Deschamps: Pogba er að eiga mjög gott tímabil
Mynd: Getty Images
„Ég fylgist með því sem hann er að gera og hann er ekki í vandræðum. Hann var að glíma við smávægileg meiðsli og veikindi en í augnablikinu er hann að eiga mjög gott tímabil með Manchester United," sagði Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, í dag aðspurður út í Paul Pogba.

Pogba hefur legið undir gagnrýni að undanförnu og raddir hafa verið um að taktík Manchester United hafi áhrif á spilamennsku hans. Deschamps blæs á þær raddir.

„Paul Pogba getur spilað í öllum stöðum á miðjunni. Hann getur leyst það að spila í tveggja eða þriggja manna miðju vandræða," sagði Deschamps.

„Ég hef séð hann spila mjög vel í 4-3-3 og ég hef séð hann spila mjög vel í tveggja manna miðju með okkur. Þetta er ekki eins."

„Þegar við erum með þrjá miðjumenn þá er hann frjálsari og hann elskar það, að fá að fara fram á við. Þegar þú ert með þrjá á miðjunni þá snertir þú boltann hins vegar ekki jafn oft."

„Hann getur þetta. Hann hefur tæknina. Hann er skapandi en hann getur líka unnið boltann til baka og spilað einfalt."

„Þegar við spilum með tvo miðjumenn fyrir framan vörnina þér minna frjálsræði. Á hinn bóginn fær hann að snerta boltann meira og hann elskar það."

Athugasemdir
banner
banner
banner