Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. febrúar 2018 14:50
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Guardian 
Fimm leikmenn Sevilla sem geta skapað vandræði fyrir Man Utd
Ever Banega.
Ever Banega.
Mynd: Getty Images
Luis Muriel.
Luis Muriel.
Mynd: Getty Images
Manchester United heimsækir Sevilla í kvöld í Meistaradeild Evrópu, fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum. United er klárlega sigurstranglegra liðið en Sevilla er með leikmenn sem geta búið til vandræði fyrir enska stórliðið.

Jesus Navas
Þessi fyrrum vængmaður Manchester City hefur verið gerður að hægri bakverði. Það getur tvöfaldað hættuna sóknarlega upp vænginn en hann heldur áfram að leita að fyrirgjöfum. Hann hefur verið að spila vel í stöðunni.

Ever Banega
Hefur misst af síðustu tveimur deildarleikjum vegna meiðsla en er klár í leikinn í kvöld og það er mikilvægt fyrir Sevilla. Enginn leikmaður hefur klárað fleiri sendingar í Meistaradeildinni. Þegar hann er í stuði er hann virkilega góður og hjartað í öllu því sem Sevilla gerir í gegnum miðsvæðið.

Luis Muriel
Hefur ekki byrjað Meistaradeildarleik fyrir Sevilla þetta tímabilið en ætti að byrja í kvöld. Síðan Vincenzo Montella tók við Sevilla hefur hann lagt traust á Muriel sem hefur staðið undir væntingum. Framherjinn byrjaði tímabilið ekki sérlega vel en hefur bætt sig mikið.

Pablo Sarabia
Snöggur, snjall og agaður. Hann er vígur á báða fætur og skapar hættu þegar hann leitar inn miðjuna til að ná skoti. Sarabia er með flestar stoðsendingar af leikmönnum Sevilla í La Liga en aðeins með eina í Meistaradeildinni.

Steven N’Zonzi
Tekinn af velli í hálfleik þegar Sevilla var 3-0 undir gegn Liverpool eftir að hafa rifist við Eduardo Berizzo, þáverandi þjálfara. N'Zonzi var ekki viðstaddur endurkomu síns liðs í seinni hálfleik. Hann virtist á leið frá félaginu en þjálfaraskiptin gáfu honum annað tækifæri og hann kemur með ró og yfirvegun á miðsvæðið.
Athugasemdir
banner