Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. febrúar 2018 11:45
Elvar Geir Magnússon
Firmino kominn með bílprófið aftur eftir áfengisaksturinn
Firmino mættur aftur undir stýri. Edrú.
Firmino mættur aftur undir stýri. Edrú.
Mynd: Twitter
Brasilíumaðurinn magnaði Roberto Firmino er mættur aftur út á göturnar eftir að hafa misst bílprófið í eitt ár vegna aksturs undir áhrifum áfengis.

Firmino virkaði hress og kátur þegar hann var myndaður sjálfur undir stýri þegar hann mætti á Melwood æfingasvæðið. Firmino hefur átt stórkostlegt tímabil hjá Liverpool og er einn heitasti leikmaður heimsfótboltans í dag.

Firmino var tekinn af lögreglu þegar hann keyrði undir áhrifum áfengis á aðfangadag 2016. Eftir að hafa misst ökuréttindin þá baðst hann formlega afsökunar í yfirlýsingu og sagðist læra af mistökunum.

„Það sem ég gerði var rangt og sendi vond skilaboð. Ég bið Liverpool, stjórann, liðsfélagana og stuðningsmenn afsökunar," sagði í yfirlýsingunni.
Athugasemdir
banner
banner