Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 21. febrúar 2018 09:05
Magnús Már Einarsson
Fyrstu Íslendingarnir komnir með miða úr HM lottóinu
Icelandair
Íslendingar ætla að fjölmenna til Rússlands.
Íslendingar ætla að fjölmenna til Rússlands.
Mynd: Anna Þonn
FIFA er byrjað að taka við greiðslu fyrir miða á HM í Rússlandi í sumar hjá þeim sem sóttu um miða í desember og janúar.

Byrjað er að draga út þá stuðningsmenn sem fá miða á leikina í sumar og nokkrir Íslendingar hafa tekið eftir því að FIFA sé búið að taka við greiðslu fyrir miðana á HM í sumar.

FIFA heldur verkinu áfram næstu dagana og því er ekki öll nótt úti ennþá fyrir þá stuðningsmenn sem ekki hafa fengið meldingu um greiðslu.

Íslenskir stuðningsmenn sóttu um samtals 52,899 miða á HM í sumar og ljóst er að FIFA mun ekki geta uppfyllt allar óskir eftir miðum.

Leikir Íslands á HM:
16. júní Argentína - Ísland
22. júní Nígería - Ísland
26. júní Ísland - Króatía




Athugasemdir
banner
banner
banner