Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 21. febrúar 2018 15:37
Magnús Már Einarsson
Mourinho reiknar með fáum mörkum í kvöld
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, býst ekki við markaveislu þegar liðið heimsækir Sevilla í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld

„Ég tel að það sé ekki mögulegt að skora mörg mörk gegn Sevilla. Ég held að þetta verði hörkuleikur," sagði Mourinho.

„Þeir geta sagt það sem þeir vilja. Þeir geta verið vingjarnlegir við okkur og sagt að við séum sigurstranglegri en það merkir nákvæmlega ekkert."

„Ég vil frekar segja að við erum með góða leikmenn, gott lið og gott hugarfar í útsláttarkeppnum. Sevilla er félag bikarkeppna og núna eiga þeir möguleika á að spila í stærstu keppninni af þeim öllum svo þeir eru ennþá ákafari."

„Fyrir mig þýðir orðið 'sigurstranglegri' eða 'ekki sigurstranglegri' neitt. Þeir eru með gott varnar skipulag. Þeir verjast allir saman. Vincenzo Montella (þjálfari Sevilla) er Ítali og ítalskir þjálfarar vita hvernig á að skipuleggja lið til að hafa þau mjög þétt varnarlega."

„Ég sé að bilið á milli kantmanna og bakvarða hjá þeim er mun styttra en áður. Bakverðirnir bakka til að þétta með bakvörðunum; ekki eins og á Englandi."

„Á Englandi segja sumir séfræðingar, sem eru aldrei á bekknum, að kantmenn eigi ekki að verjast og miðjumenn eigi bara að sækja. Það er bara í Englandi í augnablikinu, hjá þessari kynslóð séfræðinga."

Athugasemdir
banner
banner
banner