banner
   mið 21. febrúar 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zidane: Stundum best að Ronaldo spili ekki
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo gæti fengið hvíld þegar Real Madrid sækir Leganes í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, hefur gefið þetta í skyn.

Ronaldo hefur verið að detta í gang í La Liga eftir erfiðan fyrri hluta tímabilsins á spænskri grundu. Ronaldo hefur skorað átta mörk mörk í síðustu fimm deildarleikjum Madrídinga og þá skoraði hann tvisvar gegn PSG í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Þrátt fyrir að vera á þessu mikla skriði gæti Ronaldo fengið hvíld í dag, enda er mikið álag á honum.

„Ég veit ekki hversu mörg ár í röð Ronaldo hefur spilað 60 eða 70 leiki en hann hættir ekki," sagði Zidane.

„Það er stundum nauðsynlegt fyrir hann, fyrir liðið, fyrir allt, að hann spili ekki. Það er stundum best."

Real mætir Leganes klukkan 17:45 í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner