Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. mars 2017 09:14
Magnús Már Einarsson
Gylfi sagður kosta 35 milljónir punda
Mynd: Getty Images
Enska blaðið Daily Mail segir að Swanesa ætli að óska eftir að fá 35 milljónir punda fyrir Gylfa Þór Sigurðsson ef Everton reynir að fá hann í sínar raðir í sumar.

Ronald Koeman, stjóri Everton, vill fá skapandi miðjumann til félagsins í sumar og Gylfi hefur verið sterklega orðaður við félagið.

Gylfi hefur farið á kostum með Swansea á þessu tímabili en hann hefur lagt upp flest mörk í ensku úrvalsdeildinni eða ellefu talsins.

Gylfi hefur að auki skorað níu mörk og hjálpað Swansea mikið í fallbaráttunni.

Hann er að sjálfsögðu á sínum stað í íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Kosóvó á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner