Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. mars 2017 11:50
Elvar Geir Magnússon
Parma
Kári og Arnór hafa báðir æft að fullu
Icelandair
Íslenska landsliðið undirbýr sig í Parma.
Íslenska landsliðið undirbýr sig í Parma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum tóku þátt á æfingu dagsins hér í Parma. Liðið er að búa sig undir mikilvægan leik gegn Kosóvó sem fram fer á föstudaginn.

Í dag er annar æfingadagur liðsins í Parma. Kári Árnason og Arnór Ingvi Traustason hafa verið að glíma við meiðsli en eru klárir í slaginn að sögn Heimis.

„Þeir voru báðir með í gær og var á fullu alla æfinguna. Það er ekkert sem við höfum áhyggjur af. Ég vonast til þess að þeir verði með á allri æfingunni í dag," sagði Heimir við Fótbolta.net.

Arnór sagði við Fótbolta.net að hann væri klár í slaginn og væri til í að taka 90 mínútur á föstudaginn. Það viðtal birtist hér á síðunni síðar í dag.

Kári hefur ekkert spilað með félagsliði sínu í mars og menn hafa óttast að hann verði ekki klár á föstudag. Heimir virðist þó ekki hafa áhyggjur af því að vera án Kára.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Heimir: Nenni ekki að ræða þetta hér - Vil bara tala um þennan leik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner