Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. mars 2017 13:49
Magnús Már Einarsson
Klopp útskýrir af hverju hann horfir ekki á vítin
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, horfði upp í stúku á meðan James Milner skoraði úr vítaspyrnu gegn Manchester City um helgina.

Milner hefur verið öruggur á vítapunktinum á þessu tímabili og skorað sjö mörk. Klopp hefur ekki horft á spyrnurnar hjá Milner en hann horfir í aðra átt þegar bakvörðurinn fer á punktinn.

„Ég vil ekki hreyfa við þessu. Ég vona að þetta verði svona áfram," sagði Klopp.

„Eina ástæðan frir því að ég horfði ekki á vítaspyrnurnar frá byrjun tímabils er sú að hann er að standa sig vel án þess að fá stuðning frá mér."

„Ég vil ekki bera ábyrgð á því ef hann klúðrar spyrnu! Það er eina ástæðan fyrir þessu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner