þri 21. mars 2017 11:56
Hafliði Breiðfjörð
Parma
Landsliðsmenn Íslands eins og Lína langsokkur á æfingu
Icelandair
Frá æfingu Íslands í dag.
Frá æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var ekki laust við að það hafi verið smá Línu langsokkur fílingur á æfingu íslenska landsliðsins í Parma í dag en þar æfir liðið sig fyrir leikinn við Kosovo í undankeppni HM á föstudaginn.

Allir leikmenn liðsins, starfsmenn og meira að segja fjölmiðlamenn voru í skrýtnum sokkum, mislitum og litríkum.

Ástæða þessa er sú að það er alþjóðadagur Downs heilkennis og með þessu vildu leikmennirnir taka þátt í þeim degi. Ólafur Ingi Skúlason miðjumaður Íslands á son sem er með Downs heilkennið og lagði til við strákana að taka þátt.

„Ég á strák með Downs heilkenni sem er að verða 6 ára. Í dag er alþjóðadagur down og til að vekja athygli á deginum og fagna fjölbreytileikanum fer fólk í sitthvorn sokkinn í dag og helst litríka. Við erum glaðir með að fá að taka þátt í því fyrir svona gott málefni," sagði Ólafur Ingi við Fótbolta.net í dag. Hér að neðan má sjá fleiri myndir af æfingunni í dag.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner