Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. mars 2017 07:00
Stefnir Stefánsson
Mancini: Ítalir verða með frábært lið eftir fáein ár
Roberto Mancini
Roberto Mancini
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini fyrrum þjálfari Inter Milan og Manchester City telur að Ítalska landsliðið sé búið að ganga í gegnum ákveðna lægð síðustu ár. Hann er þó bjartsýnn á að það muni birta til á allra næstu árum. Hann bendir þá á að það sé hellingur af spenanndi ungum leikmönnum að koma upp hjá ítölum.

Hann nefnir þá Daniele Rugani, Federico Chiesa, Federico Bernardeschi og Domenico Berardi sem leikmenn sem geta gert ítalska landsliðið frábært að nýju.

Þá sagði Mancini sem er atvinnulaus sem stendur að hann væri til í að þjálfa liðið einhvern tímann í framtíðinni.

„Ég væri til í að þjálfa, erlendis og ég er líka opinn fyrir því að þjálfa landsliðið. Núna er fullt af spennandi leikmönnum að koma upp, Rugani, Chiesa, Bernardeschi og Berardi."

„Næstu fjögur ár eða svo munu Ítalir vera með frábært landslið."
Athugasemdir
banner
banner