Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 21. mars 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Reo-Coker og Luke Moore á leið til Lilleström?
Nigel Reo-Coker.
Nigel Reo-Coker.
Mynd: Getty Images
Norska félagið Lilleström er þessa dagana með tvo fyrrum leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á reynslu.

Um er að ræða Nigel Reo-Coker fyrrum miðjumann West Ham og Luke Moore fyrrum framherja Aston Villa.

Hinn 32 ára gamli Reo-Coker er án félags en hann fór frá Monrteal Impact í MLS-deildinni í fyrra.

Reo-Coker lék með Wimbledon, West Ham, Aston Villa, Bolton og Ipswich á ferli sínum á Englandi.

Moore er 31 árs gamall en hann lék á sínum tíma með Aston Villa, WBA og Swansea. Moore er félagslaus en hann var síðast á mála hjá Toronto í MLS-deildinni.

Rúnar Kristinsson þjálfaði Lilleström á síðasta tímabili en liðið hefur oft verið með íslenska leikmenn innanborðs. Enginn Íslendingur er þó hjá félaginu í dag.
Athugasemdir
banner
banner