þri 21. mars 2017 08:45
Magnús Már Einarsson
Schweinsteiger á leið til Chicago Fire
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur samþykkt að leyfa þýska miðjumanninum Bastian Schweinsteiger að ganga í raðir Chicago Fire í Bandaríkjunum.

Schweinsteiger gerir eins árs samning við Chicaco upp á 70 þúsund pund í laun á viku en hann verður um leið einn launahæsti leikmaðurinn í MLS deildinni.

Samvæmt frétt Sky er Schweinteiger á leið til Chicago í læknisskoðun.

Hinn 32 ára gamli Schweinsteiger kom til Manchester United frá Bayern árið 2015.

Á þesu tímabili hefur hann spilað mjög lítið með United en Jose Mourinho var með hann gjörsamlega í frystikistunni fyrstu mánuði tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner