Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. mars 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Vardy hefur fengið líflátshótanir
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy, framherji Leicester, segist hafa fengið líflátshótanir eftir að Claudio Ranieri var rekinn frá félaginu.

Hinn þrítugi Vardy er einn af leikmönnum Leicester sem er sakaður um að hafa heimtað það að Ranieri yrði rekinn.

„Ég las frétt um að ég hefði verið á fundi eftir fyrri leikinn gegn Sevilla en sannleikurinn er sá að ég var í lyfjaprófi í þrjá klukkutíma," sagði Vardy.

„Fréttin fór hins vegar út, fólk hoppar á það og þú færð líflátshótanir sem snúa að þér, fjölskyldunni, börnunum og öllu."

Craig Shakespeare tók við af Ranieri á dögunum en undir stjórn hans hefur liðið unnið fjóra leiki í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner