Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. mars 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
„Wenger er eins og frændinn sem vill ekki fara heim úr partý"
Wenger er ekki vinsæll þessa dagana.
Wenger er ekki vinsæll þessa dagana.
Mynd: Getty Images
„Arsene Wenger er eins og frændi sem vill ekki fara heim úr partýiinu," segir Chris Sutton, fyrrum framherji Chelsea, í samtali við BBC.

Wenger hefur stýrt Arsenal síðan árið 1996 en miklar vangaveltur eru um framtíð hans hjá félaginu. Sutton segir að það sé kominn tími á að Wenger láti af störfum.

„Þetta er einræði og hann er búinn að fá já menn í kringum sig. Hann er eigingjarn. Ég er hissa á að Steve Bould (aðstoðarmaður Wenger) ræði ekki við hann og segir honum frá raunveruleikanum," sagði Sutton.

„Hann er að fara aftur á bak með liðið. Þeir hafa sætt sig við meðalmennsku."

„Hann leggur hart að sér á félagaskiptamarkaðinum og það hefur gengið illa þar að undanförnu."

Athugasemdir
banner
banner
banner